Vefur Fljótsdalshéraðs fær hæstu einkunn

Dagur upplýsingatækninnar 2017 var haldinn á Grand hóteli í Reykjavík í gær. Fyrir hádegi fór fram vinnustofa um nýjungar í vefmálum ríkis og sveitarfélaga. Fjallað var um vefstefnu og lýðræðisleg verkefni Reykjavíkurborgar, nýja samráðsgátt ráðuneytanna og sögð reynslusaga af þróun á nýjum vef stjórnarráðsins. Einnig var fjallað um niðurstöður úttektarinnar „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2017“ og niðurstöður öryggisúttektar á sömu vefjum.

Fram kom í þeirri umfjöllun að vefur Fljótsdalshéraðs fékk flest stig  sveitarfélaga í keppnini, ásamt vefum Reykjavíkurborgar og Kópavogs með 98 stig. Það var síðan sérstök dómnefnd sem lagði mat sitt á þessa þrjá vefi og þá sem voru í fjórða og fimmta sæti. Að lokum var það vefur Reykjavíkurborgar valinn var besti sveitafélagsvefurinn 2017.

Ánægjulegt er að heyra hvað vel hefur tekist til við endurgerð og uppsetningu heimasíðu Fljótsdalshéraðs og óskar sveitarfélagið íbúum sínum til hamingju með hana.

Frekari upplýsingar um málið er að finna hér

Í framhaldi af þessu má benda á að í vefur Fljótsdalshérað getur talað – og í vikunni var lesvélin á heimasíðunni uppfærð þannig að nú er hægt að velja á milli hvor það sé kven- eða karlrödd sem les íslenska textann.

Einnig er komin talvél á pólska og enska hlutann og þá hægt að velja viðeigandi tungumál.