Vallastjóri ráðinn

Vilhjálmsvöllur
Vilhjálmsvöllur

Guðjón Hilmarsson hefur verið ráðinn vallastjóri Vilhjálmsvallar og Fellavallar á Fljótsdalshéraði. Starf vallastjóra er nýtt starf hjá sveitarfélaginu, en undanfarin ár hefur umsjón og umhirða íþróttavallanna verið leyst með samningi við Hött rekstrarfélag sem hefur að mestu séð um verkefnið.

Guðjón er með kennsluréttindi á grunn- og framhaldsskólastigi og hefur undanfarin ár að mestu starfað sem íþróttakennari. Guðjón hefur auk þess verið verkstjóri á Vilhjálmsvelli í tvö sumur, og slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Þá hefur hann setið í aðalstjórn Hattar.