Útboð: Snjóhreinsun á Fljótdalshéraði

Fljótsdalshérað óskar eftir tilboðum í verkið SNJÓHREINSUN Á FLJÓTSDALSHÉRAÐI 2015-2016. Verkið felst í leigu tækja í tímavinnu til snjóhreinsunar í skilgreindum tækjaflokkum. Útboðið er opið. Gögn verða afhent bjóðendum á skrifstofu Verkís Egilsstöðum frá og með föstudeginum 25. september 2015.

Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 13. október kl. 10.00 á skrifstofum Verkís, Kaupvangi 3b Egilsstöðum í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska.