Útboð í stofnlagnir í Lagarfljótsbrú

Hitaveita Egilsstaða og Fella óskar eftir tilboðum í verkið ENDURNÝJUN STOFNLAGNAR Í LAGARFLJÓTSBRÚ. Verkið felst í lagningu 250 mm stofnlagnar hitaveitu frá Lagarbraut í Fellabæ, um Lagarfljótsbrú og að austurbakka brúarinnar, alls 450 m. Jafnframt felst í verkinu uppsetning á undirstöðum fyrir lögnina.

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Egilsstaða og Fella við Einhleyping í Fellabæ frá og með fimmtudegi 14. mars 2013. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 4. apríl 2013 kl. 14 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.