Upplýsingar til greiðenda fasteignagjalda

Að þessu sinni mun sveitarfélagið Fljótsdalshérað einungis senda út útprentaða álagningarseðla vegna fasteignagjalda 2015 til greiðenda 67 ára og eldri og lögaðila.

Álagningarseðlana verður hins vegar hægt að sjá í íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, hafi fólk skráð sig þar og eigi virkt lykilorð.

Einnig er hægt að skoða álagningarseðlana á vefnum Ísland.is , en þá þarf að hafa annað hvort íslykilinn eða rafræn skilríki (virkjað debetkort, eða virkjað skilríki í GSM síma) Álagningarseðlana er þar að finna undir Mínar síður – Pósthólf.

Áfram verður hægt að fá útprentaðan álagningarseðil á bæjarskrifstofum Fljótsdalshérað, í þeim tilfellum sem greiðendur geta ekki nálgast þá á framangreindan hátt.

Greiðsluseðlar fasteignagjaldanna munu eins og áður birtast í heimabönkum, eða verða sendir út til þeirra greiðenda sem hafa óskað sérstaklega eftir að fá þá útprentaða.

Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs