Tónleikar í Tónlistarskólanum í Fellabæ

Á tónleikunum koma fram nemendur bæði í rythmiskri og klassískri tónlist og flytja fjölbreytta tónli…
Á tónleikunum koma fram nemendur bæði í rythmiskri og klassískri tónlist og flytja fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímum.

Haldnir verða tónleikar í Tónlistarskólanum í Fellabæ miðvikudaginn 28. febrúar klukkan 18. Fram koma nemendur bæði í rythmiskri og klassískri tónlist og flytja fjölbreytta tónlist frá ýmsum tímum. Bæði verður boðið upp á einleik, samspil og söngatriði. 

Það eru allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.