Tjarnarskógur auglýsir eftir starfsmanni

Tjarnarskógur auglýsir lausa til umsóknar 50% stöðu aðstoðarmanns í móttökueldhúsi á starfsstöðina að Skógarlandi. Ef umsækjandi hefur áhuga á 100 % starfi þá er í boðið afleysing á deildum á móti.

Menntunar- og hæfniskröfur eru:

  •  Marktæk reynsla af vinnu í mötuneyti eða í sambærilegu starfi
  •  Færni í mannlegum samskiptum
  •  Frumkvæði í starfi
  •  Jákvæðni og áhugasemi
  •  Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  •  Snyrtimennska og stundvísi

Leikskólinn Tjarnarskógur er 9 deilda leikskóli með 189 börn á tveimur starfsstöðum.Tjarnarskógur horfir til fjölgreindarkenningar Howards Gardners í starfsaðferðum sínum og einkunnarorð skólans eru: gleði, virðing, samvinna og fagmennska.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Herdís, skólastjóri í síma 4700660 eða á netfanginu sigridurp@egilsstadir.is.

Einnig er hægt að sækja um á http://tjarnarskogur.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn
Umsóknarfrestur er til 28. maí og besti væri að viðkomandi gæti hafið störf strax.