Tilkynningar vegna veðurs

Snjómokstur á Egilsstöðum og í Fellabæ mánudaginn 15.12.2014.

Öllum aðalleiðum verður haldið opnum eins og hægt er, en íbúðargötur, gangstéttar og göngustígar verða ekki mokaðar að svo stöddu. Vegagerðin heldur að sér höndum eins og er þar sem veðurútlit er slæmt. Þegar vind fer að lægja verður farið í að moka eins og venja er.

Skólahaldi er aflýst í Brúarási, Fellaskóla og á Hallormsstað. Enginn skólaakstur er í dag.
Egilsstaðaskóli er starfandi en foreldrar ákveða sjálfir hvort þeir senda börnin sín í skóla.