Tilkynning frá aðgerðastjórn 26.maí

Engin ný smit hafa greinst á Austurlandi frá 9. apríl. Enginn er í einangrun.

Nýjar afléttingar takmarkana vegna COVID-19 tóku gildi frá og með gærdeginum, 25 maí. Þessar breytingar eru helstar:

  • Fjöldamörk þeirra sem koma saman fara úr 50 í 200.
  • Engar sérstakar takmarkanir eru á íþróttastarfi en gæta þarf að hámarksfjölda fullorðinna allt að 200 manns í sama rými.
  • Opnun sundstaða verður óbreytt, fjölda gesta miðast við að þeir séu aldrei fleiri en nemur helmingi af leyfilegum hámarksfjölda. Líkamsræktarstöðvar mega opna með samskonar takmörkunum og sundstaðir.
           o Börn fædd árið 2015 og síðar teljast ekki með gestafjölda á sundstöðum eða líkamsræktarstöðvum.
  •  Allir eru sem fyrr hvattir til að viðhalda tveggja metra reglunni eftir því sem aðstæður leyfa. 
           o Þar sem lögbundin þjónusta er veitt eða almenningur á ekki kost á öðru en mæta skal vera unnt að tryggja þeim sem það kjósa að halda tveggja metra fjarlægð.

Nánar á minnisblað frá sóttvarnalækni.