Þorrablót hamla íþróttaiðkun

Þorrablót verða haldin í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum og Fellasalnunum um helgina.
Vegna þorrablóts Egilsstaða á föstudag verður lokað í Íþróttamiðstöðinni frá miðvikudegi 22. janúar, íþróttasalur verður lokaður frá klukkan 12 á hádegi en Héraðsþrek verður opið til klukkan 20.

Lokað verður í sundlauginni frá klukkan 12 á hádegi fimmtudaginn 23. janúar. Á föstudag verður allt lokað vegna Þorrablótsins um kvöldið.

Á laugardag, þann 25. janúar, verður allt opið á ný samkvæmt dagskrá Íþróttamiðstöðvar Egilsstaða.

Þorrablót Fellamanna 2014 verður í Fjölnotahúsinu í Fellabæ laugardaginn 1. febrúar. Vegna blótsins falla allir tímar niður frá hádegi fimmtudaginn 30. janúar til til hádegis á sunnudaginn 2. febrúar.