Þjóðsögur frá Bretlandi – sagnaþulur í Sláturhúsinu

Breski sagnaþulurinn Katy Cawkwell  verður með sagnakvöld og sagnamennskunámskeið í Sláturhúsinu.
Breski sagnaþulurinn Katy Cawkwell verður með sagnakvöld og sagnamennskunámskeið í Sláturhúsinu.

Breski sagnaþulurinn Katy Cawkwell verður á Egilsstöðum 18. og 19. október og verður með sagnakvöld og sagnamennskunámskeið í Sláturhúsinu. Katy hefur starfað sem sagnaþulur í tvo áratugi og sérhæfir sig í breskri þjóðsagnahefð.

Fimmtudagskvöldið 18. október klukkan 20 flytur hún söguna af Kate Crackernuts ásamt fleiri þekktum breskum þjóðsögum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Föstudagskvöldið 19. október klukkan 20 heldur Katy  kvöldnámskeið í sagnamennsku og frásagnarlist.

Koma Katy Cawkwell er kostuð af British Council en aðgangur að báðum viðburðum er gjaldfrjáls. Efnið er flutt á ensku en bæði námskeiðið og frásagnarkvöldið eru hönnuð fyrir þátttakendur sem ekki hafa mikla kunnáttu í ensku.