Tengingu á stofnlögn lokið

Tengingu á stofnlögn hitaveitu um Fellabæ er nú lokið og er vatn komið á. Þrýstingur getur verið sveiflukenndur fram á morgundaginn. Notendur eru beðnir um að skrúfa varlega frá neysluvatnskrönum af hættu á loftskoti. Gott er að fylgjast með lofti í ofnum og tappa af þeim. Ef notendur verða varir við þrýstingsleysi er gott að athuga í inntakssíu og hreinsa hana.

Verði notendur varir við langvarandi vandamál er hægt að óska eftir aðstoð frá starfsmönnum HEF í síma 470-0787.