Sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs

Vegna sumarleyfa starfsmanna verða bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs lokaðar frá 18. júlí til og með 1. ágúst 2016. Þó verður svarað í síma á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að leysa úr brýnustu erindum, eftir því sem tök verða á.