Sumarlokun á bæjarskrifstofum Fljótsdalshéraðs

Í bæjarráði var til umfjöllunar tveggja vikna sumarlokun bæjarskrifstofunnar á komandi sumri, líkt og gert hefur verið undanfarandi ár. Sú ráðstöfun hefur gengið ágætlega, enda hefur verið starfsmaður sem svarar í síma á opnunartíma umræddar tvær vikur og reynir að leysa úr áríðandi málum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að sumarlokun bæjarskrifstofunnar verði frá og með 21. júlí til og með 4. ágúst 2014