Sumarfjör á Héraði 2009

Mikið framboð námskeiða stendur börnum og ungmennum til boða á Héraði í sumar. Fyrir stuttu var gefinn út bæklingur um margt af því sem á döfinni verður og honum dreift í öll hús í sveitarfélaginu. Eins og sjá má þar er dagskráin með fjölbreyttara móti í sumar og ættu öll börn og unglingar á Fljótsdalshéraði að finna eitthvað við sitt hæfi.  Hér, í bæklingnum Sumarfjör á Héraði 2009 er að finna öll helstu frístundatilboðin  sem verða í boði á Fljótsdalshéraði sumarið 2009.