Styttist í Urriðavatnssundið

Hið árlega Urriðavatnssund á Héraði fer fram laugardaginn 26. júlí. Syntar eru þrjár vegalengdir, 400 metrar, 1250 metrar og 2500 metrar. Skráning til þátttöku er þegar hafin og lýkur 23. júlí. Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðunni www.urridavatnssund.is