Fara í efni

Umsóknir um styrki til menningarstarfs

18.11.2021 Fréttir

Byggðaráð Múlaþings auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs á árinu 2022 með umsóknarfresti til og með 19. desember 2021

Umsækjendur skulu tengjast Múlaþingi með búsetu, með því að viðburðurinn fari fram í Múlaþingi eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Múlaþings.

Stefnt er að því að afgreiðsla styrkumsókna liggi fyrir í lok janúar 2022.

Sótt er um styrk með rafrænum hætti á Íbúagátt sveitarfélagsins og fer innskráning þar fram með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun menningarstyrkja Múlaþings á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

 

Athugið að breyting hefur orðið á úthlutunarferlinu um menningarstyrki og verða skyndistyrkir ekki afgreiddir. Tvær úthlutanir verða hins vegar á árinu 2022. Nú er auglýst vegna fyrri úthlutunar. Síðari úthlutun verður auglýst í ágúst 2022.

Upplýsingar veitir Jónína Brá Árnadóttir verkefnastjóri á sviði menningarmála á jonina.arnadottir@mulathing.is

Umsóknir um styrki til menningarstarfs
Getum við bætt efni þessarar síðu?