Strætó: Breytingar fyrirhugaðar

Á fundi bæjarstjórnar í vikunni var samþykkt samhljóða að veita bæjarstjóra umboð til samninga um almenningssamgöngur til næstu þriggja ára á grundvelli þeirra hugmynda sem hafa verið kynntar.

Leiðarkerfið verður endurskoðað og bæjarstjórn lagði áherslu á að nauðsynlegt væri, til að hægt yrði að ganga til nýs samnings við strætó, að koma á gjaldtöku. Því verður samhliða samningsgerð unnið að útfærslu á henni og gengið frá gjaldskrá.