Stjórnendaskipti í Fellaskóla

Hjördís Marta tók þessa mynd þegar Sverrir afhenti Þórhöllu lyklana að Fellaskóla
Hjördís Marta tók þessa mynd þegar Sverrir afhenti Þórhöllu lyklana að Fellaskóla

Nú um mánaðamótin júlí/ágúst urðu stjórnendaskipti í Fellaskóla. Sverrir Gestsson lætur af störfum sem skólastjóri og Þórhalla Sigmundsdóttir (thorhallas@fell.is) tekur við. Þá er Jón Gunnar Axelsson sem var aðstoðarskólastjóri fluttur til Reykjavíkur og við starfi hans tekur Hjördís Marta Óskarsdóttir (hjordismarta@fell.is). Loks er að nefna að Margrét Björk Björgvinsdóttir (margretb@fell.is) tekur við sem deildarstjóri sérkennslu af Ástu Maríu Hjaltadóttur.

Þeim fráfarandi eru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar og hinum sem taka við eru boðnir velkomin til starfa.