Stelpur rappa með Reykjavíkurdætrum

Rappnámskeið í Sláturhúsinu í febrúar
Rappnámskeið í Sláturhúsinu í febrúar

Boðið verður upp á rappnámskeið í Sláturhúsinu menningarsetri fyrir stúlkur og kynsegin krakka frá 13 ára aldri helgina 9. og 10 febrúar. Leiðbeinendur verða þær Ragga Hólm, Steinunn Jóns og Þura Stína úr Reykjavíkurdætrum sem hafa verið að slá í gegn undanfarin misseri og unnu fyrir stuttu tónlistarverðlaun Evrópusambandsins, Music Moves Europe Forward Talent Awards.

Kennt verður frá klukkan 10 til 17 á laugardegi og á sunnudegi og gert er ráð fyrir uppskeruhátíð frá klukkan 17 til 18 sunnudaginn 10. febrúar í Sláturhúsinu.

Hægt er að skrá sig og frá frekari upplýsingar í mmf@egilsstadir.is. Námskeiðsgjald er 8.000 krónur.