Spurningakönnun um umhverfismál á Fljótsdalshéraði

Í kjölfar þjónustukönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Fljótsdalshérað í október og nóvember á nýliðnu ári, var ákveðið að kanna nánar álit íbúa á hvernig staðið er að umhverfismálum í sveitarfélaginu.

Í könnuninni sem nú er aðgengileg hér og á heimasíðu sveitarfélagsins, er spurt út í helstu þætti sem eru á ábyrgð umhverfis- og héraðsnefndar Fljótsdalshéraðs. Umhverfis- og héraðsnefnd óskar eftir áliti sem flestra íbúa sveitarfélagsins til að hægt verði að taka mið af óskum íbúa við ákvarðanir og framkvæmdir á vegum nefndarinnar.

Hægt verður að svara könnuninni til 19. febrúar nk.


Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs.