Spila úrslitaleik í bikarkeppni KKÍ

Sunnudaginn 27. febrúar leikur 10. flokkur karla í körfubolta hjá Hetti úrslitaleik í Bikarkeppni KKÍ. Leikurinn fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst kl. 12.00. Gaman væri ef stuðningsfólk á suðvesturhorni landsins fjölmennti á leikinn og sýndi þessum ungu framtíðar leikmönnum stuðning. Á meðfylgjandi mynd má sjá liðsmenn Hattar, en þjálfari liðsins er Viðar Örn Hafsteinsson. Leikurinn verður jafnframt sýndur í beinni útsendingu á heimasíðu Hauka eða hér.