Sláturhúsið fær andlitslyftingu

Töluverðar framkvæmdir standa nú yfir í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum. Verið er að klæða norður stafn og einangra og búið er að setja nýjan inngang og glugga á efri hæð hússins að framanverðu. Einnig verða settar nýjar þakrennur kringum húsið. Breiddin á glugganum á efri hæð og hurðaropinu á neðri hæð er hátt í 5 metrar og því er ljóst að ásýnd hússins mun breytast mikið á næstu misserum eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.
Áætluð verklok eru í byrjun ágúst, áður en Ormsteiti hefst,  þar sem stór hluti af dagskrá hátíðarinnar mun fara fram í og við Sláturhúsið.