Sigmar Hákonarson íþróttamaður Hattar 2018

Íþróttafólk Hattar 2018 heiðrað
Íþróttafólk Hattar 2018 heiðrað

Íþróttafólk Hattar 2018 var heiðrað á hinni árlegu þrettándagleði sem fram fór í gær. Eftirtaldir fengu viðurkenningu í sinni íþróttagrein.

Fimleikamaður Hattar var Lísbet Eva Halldórsdóttir
Frjálsíþróttamaður Hattar var Friðbjörn Árni Sigurðarson
Knattspyrnumaður Hattar var Kristófer Einarsson
Körfuboltamaður Hattar var Sigmar Hákonarson en hann var einnig valinn Íþróttamaður Hattar 2018.

Auði Völu Gunnarsdóttur og Árna Ólasyni voru veitt starfsmerki Hattar 2018 fyrir óeigingjarnt starf í þágu Hattar á sínum sviðum. Bæði hafa þau starfað að málefnum Hattar í meira en 20 ár og verið lykilfólk í sínum íþróttagreinum. Auður Vala hefur starfað innan fimleikadeildar og Árni innan knattspyrnudeildar.

Nánar um þrettándagleðina má sjá á Facebooksíðu Hattar.