Selskógur fegraður

Nú stendur yfir grisjun meðfram skógarstígum í Selskógi.  Það er fyrirtækið Skógráð ehf sem annast skógarhöggið auk liðsmanna vinnuskólans á Fljótsdalshéraði sem draga bolina að vegi.

vinnuskoli.jpgUndanfarin ár hefur mikil maðkaplága herjað á birkiskóginn sem hefur orðið þess valdandi að mörg tré hafa drepist.  Ekki stendur til að grisja allan skóginn að svo stöddu, en efnið sem til fellur verður kurlað á staðnum og nýtt sem undirlag í göngustígana. Á efri myndinni sjást skógarhöggsmennirnir Ásmundur Þórarinsson og Loftur Jónsson í fullum keðjusagarskrúða, en þeir “kvörtuðun” sáran yfir blíðviðrinu í gær. En á neðri myndinni eru nokkrir starfsmenn vinnuskólans sem aðstoða þá Loft og Ásmund við verkið.