Samstarf sveitarfélaga á Austurlandi

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tók í gær, 19.júní, til síðari umræðu framlagðar tillögur samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps í samræmi við 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarstjórn lýsir yfir stuðningi við tillögur nefndarinnar og hvetur jafnframt alla íbúa til að kynna sér þær og taka þátt í fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu.

Tillögurnar eru aðgengilegar á heimasíðu verkefnisins sem er https://svausturland.is/ auk þess sem þær verða til kynningar og umfjöllunar í samfélagssmiðju Fljótsdalshéraðs að Miðvangi 31.