Samkeppni um logo fyrir Tjarnaskóg

Efnt  hefur verið til samkeppni um einkennistákn (logo) fyrir Leikskólann Tjarnarskóg. Tillögum skal skilað til stjórnenda skólans fyrir 15. apríl 2013. Í frétt á heimasíðu skólans segir m.a.: „ Þannig að nú er um að gera að finna til blýant og strokleður eða tölvuna og láta sköpunargleðina flæða fram.  Gaman væri ef gildi skólans kæmu fram á einhvern hátt í tákninu en þau eru: Gleði, virðing, samvinna og fagmennska“.