Samfélagssmiðjan í janúar

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), verða í janúar með eftirfarandi hætti, á fimmtudögum, milli klukkan 12 og 18. Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni.

Fimmtudaginn 9. janúar
Klukkan 12 til 15 – Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður atvinnu- og menningarnefndar og Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri.

Klukkan 15 til 18 - Sigurður Gunnarsson, formaður íþrótta- og tómstundanefndar og Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála.

Fimmtudaginn 16. janúar
Klukkan 12 til 15 – Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar og Helga Guðmundsdóttir, fræðslustjóri.

Klukkan 15 til 18 – Aðalsteinn Ásmundsson, bæjarfulltrúi og fulltrúi í umhverfis- og framkvæmdanefnd og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri.

Fimmtudaginn 23. janúar
Klukkan 12 til 15 – Kristjana Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og fulltrúi í umhverfis- og framkvæmdanefnd og Kjartan Róbertsson, yfirmaður Eignasjóðs.

Klukkan 15 til 18 – Gunnar Jónsson, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri.

Fimmtudaginn 30. janúar
Klukkan 12 til 15 – Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi og Hrund Erla Guðmundsdóttir, skjalastjóri og starfsmaður jafnréttisnefndar.

Klukkan 15 til 18 – Benedikt Hlíðar Stefánsson, formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar og Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri Hitaveitu Egilsstaða og Fella.