Samfélagssmiðjan dagana 21.-24. okt

21. október - Samfélagssmiðjan að Miðvangi 31  

Til viðtals eru Kristjana Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og fulltrúi í umhverfis- og framkvæmdanefnd, og Freyr Ævarsson, verkefnastjóri umhverfismála, milli klukkan 15 og 18.

Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni. Gert er ráð fyrir að í vetur verði þrír viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks í viku hverfi, þ.e. á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum milli klukkan 15 og 18.

22. október - Samfélagssmiðjan að Miðvangi 31  

Til viðtals eru þeir Karl Lauritzson, varabæjarfulltrúi og fulltrúi í umhverfis- og framkvæmdanefnd,  og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, milli klukkan 15 og 18.

24. október - Samfélagssmiðjan að Miðvangi 31 

Til viðtals eru Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi og Gunnlaugur Rúnar Sigursson, skipulags- og byggingafulltrúi, milli klukkan 15 og 18.