SAFT og Sigga Dögg heimsækja Austurland

Í vikunni verða SAFT og Sigga Dögg með fræðslu ætlaða foreldrum barna á Austurlandi. Um er að ræða bæði fræðslu fyrir Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð, þó foreldrar hvaðanæva að séu að sjálfsögðu velkomnir.

Fyrr um daginn fá unglingar í skólunum fræðslu frá SAFT og Siggu Dögg en meðal umræðuefna eru spurningarnar: Hver er ég? Hver vil ég vera? Hverjar eru fyrirmyndirnar mínar og af hverju eru þær fyrirmyndirnar mínar? Á ég fyrirmyndir fyrir ástina og sambönd? Hvernig tala ég um ástina? Hvaða skilaboð hef ég fengið um sambönd og frá hverjum? Eru mín mörk virt? Virði ég mörk annarra? Hvað er samþykki?

Í foreldrafræðslunni verður farið yfir sama efni út frá umræðunum sem Sigga Dögg átti með unglingunum í skólunum. Rætt verður um áskoranir þess að vera unglingur í dag, á tímum snjalltækni og samfélagsmiðla.

Þó svo fræðslan sé miðuð að foreldrum unglinga þá eru allir foreldrar velkomnir.
Á Fljótsdalshéraði verður fræðslan í Egilsstaðaskóla 25. september klukkan 17:00.