Ritari á fjölskyldusviði Fljótsdalshéraðs

Laust er til umsóknar starf ritara/aðstoðarmanns á fjölskyldusviði Fljótsdalshéraðs

Viðkomandi mun í fyrstu einkum starfa með fræðslustjóra og þekking eða reynsla af skólastarfi eða fræðslumálum er því kostur. Einkum er þó leitað að aðila sem er skipulagður og býr yfir frumkvæði og drifkrafti auk þess að hafa áhuga á þeim málum sem fjölskyldusvið sinnir. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í september eða ekki síðar en 1. október.

Verkefnin eru fjölbreytt, m.a. mun viðkomandi sinna:

  • Undirbúningi og frágangi nefndafunda
  • Umsýslu og afgreiðslu ýmissa umsókna á fjölskyldusviði
  • Verkefnum tengdum umsýslu gagna, skjalavörslu o.fl.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Þekking og/eða reynsla af skólastarfi eða fræðslumálum er kostur
  • Samskipta- og skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður
  • Góð íslenskukunnátta, þekking á almennum tölvuforritum og almenn leikni í upplýsingatækni

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir fræðslustjóri, sími 863 3656 eða á helga@egilsstadir.is

Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk. Umsóknir berist á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið helga@egilsstadir.is