Rauði sófinn og súpukeppni á Ormsteiti

Laugardaginn 23. ágúst stendur Rauði Sófinn fyrir framan Ormsteitistjaldið.  Nokkrir þingmenn og bæjarstjórinn ætla að setjast í hann og svara spurningum gesta og gangandi. Væri t.d. ekki gaman að ræða við alþingismennina okkar um eitthvað annað en stjórnmál? 

Allt verður á léttum nótum og heitt kaffi verður á könnunni. Endilega verið með og tyllið ykkur í rauða sófann.

Tímasetningar Rauða Sófans.

15:00    Eiríkur B. Björgvinsson
15:30    Höskuldur Þórhallsson
16:00    Steingrímur Sigfússon
16:30    Valgerður Sverrisdóttir
17:30    Baldur Pálsson goði
18:00    Þuríður Bakmann


Þá verður villibráðasúpu- og brauðkeppni Ormsteitis haldin í tjaldinu laugardaginn 23. ágúst og hefjast herlegheitin kl. 13.00.  Ennþá er pláss fyrir þá sem vilja spreyta sig með uppskriftirnar sínar og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni og um leið að gefa gestum og gangandi að smakka. Hægt er að skrá sig hjá Elvu í síma 616-1013. Atkvæði almennings gilda til helminga á við dómnefndina.