Rathlaupsæfing í Selskógi

Selskógur á Fljótsdalshéraði
Selskógur á Fljótsdalshéraði

Rathlaupafélagið Hekla verður með æfingu í Selskógi á morgun fimmtudag, 25. ágúst. Brautir við allra hæfi (1, 2 og 3 km langar) og allir velkomnir. Notast verður við rafrænan tímatökubúnað.

Æfingin hefst kl. 17.00 við bílaplanið við Eyvindará, en hægt er að mæta hvenær sem er til kl. 17.45.
Nánari upplýsingar um rathlaup má finna hér og hér.