Rappnámskeiði frestað

Rappnámskeiðinu sem halda átti í Sláturhúsinu nú um helgina, 9. og 10. febrúar, verður frestað fram í mars. Þá munu þær Ragga, Þura og X mæta hressar til leiks og leiða unga Austfirðinga inn í rappsenuna. Námskeiðið verður auglýst þegar nær dregur.