Ráðstefna um fiskeldi á Hótel Héraði

Ráðstefna um fiskeldi eða bleikjueldi verður haldin á Hótel Héraði föstudaginn 20. maí og hefst klukkan 13. Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs og Þróunarfélag Austurlands standa fyrir ráðstefnunni.

Fyrirlesarar eru Ólafur Sigurðsson, Hólum, Jón Árnason, Matís, Hlífar Karlsson, framkvæmdastjóri Rifóss í Kelduhverfi og Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum. Gunnar Þór Sigbjörnsson, formaður atvinnumálanefndar stýrir ráðstefnunni og Björn Ingimarsson bæjarstjóri pallborðsumræðum.

Áætluð ráðstefnuslit eru klukkan 18.30.