Ráðið í starf skipulags- og byggingarfulltrúa

Úrvinnslu umsókna í ofangreint starf er lokið og hefur verið ákveðið að ráða Gunnlaug Rúnar Sigurðsson í starfið.

Gunnlaugur Rúnar lauk prófi í byggingarfræði frá VIA- Universitet í Horsens, ásamt því að hafa stundað nám í landmælingum og kortagerð frá sama skóla. Einnig hefur hann sveinspróf og meistararéttindi í húsasmíði og er með löggildingu sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.

Frá árinu 2011 hefur Gunnlaugur Rúnar starfað hjá sveitarfélagi Hornafjarðar fyrst sem skipulags- og byggingarfulltrúi og nú síðasta árið sem byggingarfulltrúi. Á þeim tíma hefur hann haldið utan um heildar endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins og stýrt gerð fjölda deiliskipulaga svo eitthvað sé nefnt.

Gunnlaugur Rúnar hefur reynslu af stjórnun verkefna og sem verkstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum.