Ormsteiti, nýbúadagur og sannleiksnefnd

Á fundi bæjarráðs 11. ágúst síðastliðinn var meðal annars fjallað um bæjarhátíðina Ormsteiti.
Þar var kynnt boðsbréf til nýbúa vegna nýbúadagsins á Ormsteiti, en að venju verður nýbúum boðið til móttöku við Gistihúsið á Egilsstöðum og verður móttakan þann 16. ágúst kl. 10:00.

Einnig kemur fram í fundargerð bæjarráðs að samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar mun sannleiksnefnd um Lagarfljótsorminn koma saman til fundar á dögum Ormsteitis og að fundi loknum skila frá sér niðurstöðu málsins.

Í lok bókunar sinnar hvetur bæjarráð bæjarfulltrúa og aðra íbúa sveitarfélagsins til að sækja viðburði Ormsteitis eftir því sem þeir eiga kost á.