Ormahreinsun gæludýra

Gæludýraeigendur athugið!

Seinni ormahreinsun katta og hunda verður framkvæmd í þjónustumiðstöð Fljótsdalshéraðs að Tjarnarási 9 sem hér segir: 
Kettir – fimmtudaginn 4. desember frá kl. 15 til 18. 
Hundar – föstudaginn 5. desember frá kl. 15 til 18.

Þessi ormahreinsun gæludýra er innifalin í greiddum leyfisgjöldum.
Ógreidd leyfisgjöld þarf að greiða á bæjarskrifstofum Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, áður en kemur að ormahreinsun.

Ath. Þetta eru síðari auglýstu ormahreinsunardagar ársins og er ætlast til að fólk nýti sér þá. Að öðrum kosti greiðir fólk sjálft fyrir ormahreinsun gæludýra sinna.