Opnar æfingar bogfimideildar Skaust

Myndin er frá bogfimikynningu í Pósthúsgarðinum í júlí í fyrra.
Myndin er frá bogfimikynningu í Pósthúsgarðinum í júlí í fyrra.

Á Fljótsdalshéraði er starfrækt öflug bogfimideild innan Skotfélags Austurlands. Eiga Héraðsbúar þar landsliðsfólk, Íslandsmeistara og Íslandsmethafa.

Eru skipulagðar æfingar deildarinnar þrisvar sinnum í viku að staðaldri, en einu sinni í mánuði á að bjóða upp á opnar bogfimiæfingar í Fellahúsinu. Er fólk þá hvatt til að mæta, prufa bogfimi og kynna sér starf deildarinnar. Á opnum æfingum eru þjálfarar á staðnum og er hægt að fá leiðsögn þeirra, sem og annarra iðkenda.

Æfingarnar verða annan laugardag hvers mánaðar í íþróttahúsinu í Fellabæ. Þá er stefnt að því að halda útiæfingar þegar veður leyfir í sumar, en þær verða haldnar á Eiðum.