Opin hjólaæfing í boði Þristar

Góð mæting á hjólaæfingu í boði Þristar
Góð mæting á hjólaæfingu í boði Þristar

 

Mánudaginn 30. september hélt Ungmennafélagið Þristur opna hjólaæfingu fyrir alla krakka, 0 ára og eldri. Tekin var æfing fyrir utan Samfélagssmiðjuna, Miðvangi 31, og var vel mætt af bæði mjög ungum og aðeins eldri. Kjarkaðir krakkar á öllum aldri fóru í hjólatúr, léku listir sínar í þrautabraut og tóku brekkuspretti.

Boðið var upp á kleinur og heitt kakó og þar sem Þristur er umhverfisvænt ungmennafélag þá var fólk beðið að koma með eigin drykkjarmál.
Viðburðurinn heppnaðist virkilega vel og verður gaman að fylgjast með þessum hjólaköppum framtíðarinnar.

Rétt er að benda á að Ungmennafélagið Þristur stendur fyrir hjólaæfingum fyrir börn og unglinga í 3. bekk og eldri á mánudögum. Mæting er í Selskógi klukkan 17:00 og er hægt að sjá frekari upplýsingar á heimasíðu Þristar, umf3.is.