Nýung og Afrek opna aftur eftir sumarfrí

Félagsmiðstöðvarnar Nýung og Afrek opna aftur eftir sumarfrí og verður fyrst opið í Nýung miðvikudagskvöldið 27. ágúst frá kl 20.00 til 22.00 (8.-10. bekkur) og í Afrek fimmtudagskvöldið 28. ágúst frá kl 20.00 til 22.00 (8.-10. bekkur).

Nánari upplýsingar um dagskrá og hvenær opið er í félagsmiðstöðunum verður hægt að finna á nýrri heimasíðu sem verður aðgengileg næstu daga og á facebook.