Nýr skólastjóri Hallormsstaðaskóla

Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs í gær, 8. júlí, var staðfest sú tillaga fræðslunefndar frá 3. júlí, um að gengið verði til samninga við Helgu Magneu Steinsson um starf skólastjóra við Hallormsstaðaskóla. En staðan var fyrir stuttu auglýst laus til umsóknar frá og með næsta skólaári. Alls bárust 8 umsóknir um stöðuna.

Helga hefur komið að skólamálum mestan sinn starfsaldur og var m.a. skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands í fjölda mörg ár. Undanfarin misseri hefur Helga starfað sem verkefnisstjóri hjá Fjölmenningarsetrinu.