Nýr forstöðumaður MMF tekinn til starfa

Ragnhildur Ásvaldsdóttir ný forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs
Ragnhildur Ásvaldsdóttir ný forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs

Ragnhildur Ásvaldsdóttir tók við starfi forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs 1. október. Hún tekur við starfinu af Kristínu Amalíu Atladóttur sem verið hefur forstöðumaður miðstöðvarinnar frá því í byrjun árs 2017. Um leið og Kristínu eru þökkuð góð störf fyrir menningarmiðstöðina þá bjóðum við Ragnhildi velkomna.

Ragnhildur er með MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun og B.A. próf í kvikmyndagerð frá Colombia College í Chicago. Ragnhildur hefur undanfarin ár búið í Alta í Noregi þar sem hún hefur kennt fjölmiðlun, menningarmiðlun, ljósmyndun og kvikmyndagerð við Norges Artic University í Tromsö. Hún hefur einnig stýrt listagalleríi, Alta Kunstforening, sem rekið er af listafólki og áhugafólki um myndlist. Þá hefur hún starfað að heimildamyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjónvarp.

Netfang Ragnhildar er ragnhildurasvalds@egilsstadir.is