Ný forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar ráðinn

Unnar Geir Unnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Umsækjendur um starfið voru þrettán en sex drógu umsókn sína til baka.

Unnar Geir stundaði tónlistarnám við Tónlistarskóla FÍH og lauk burtfararprófi í klassískum söng frá Tónlistarskóla Kópavogs árið 2005. Hann útskrifaðist sem leikari árið 2010 frá The Kogan Academy of Dramatic Arts í London og árið 2011 sem leikstjóri frá sama skóla. Hann útskrifaðist einnig með réttindi til að kenna S.of.A kenninguna sem námið byggðist á. Unnar lýkur námi í menningarstjórnun (MA gráðu) við Háskólann á Bifröst á þessu ári.

Unnar hefur starfað sem sviðsmaður, leikstýrt og unnið með áhugaleikfélögum, m.a. vann hann að uppsetningu leikverks með Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum í vetur. Hann hefur einnig starfað sem sýningarstjóri og verið sjálfstætt starfandi sviðslistamaður.
Unnar hefur störf hjá menningarmiðstöðinni um næstu mánaðamót.

Aðrir umsækjendur um starfið voru: Helga Þórsdóttir, Særós R. Björnsdóttir, Ragnar Jónsson, Arnaldur Máni Finnsson, Dagný Berglind Gísladóttir, Elfar Logi Hannesson.