Mömmumorgnar að byrja aftur

Nú eru mömmumorgnarnir að hefjast á ný eftir sumarfrí. Morgnarnir  hafa notið mikilla vinsælda undanfarna vetur en á fimmtudagsmorgnum hafa nýbakaðar og tilvonandi mæður  getað hist í Sláturhúsinu og rætt saman um heima og geima, skiptast á ráðum og leyft börnunum að hittast.

Mömmumorgnar eru samstarfsverkefni vegaHÚSSINS og Rauða krossdeildar Fljótsdalshéraðs.

Mömmumorgnarnir eru alla fimmtudaga kl. 10.00 í Sláturhúsinu. Kaffi er á könnunni og leikföng til staðar fyrir börnin.