Menningarmiðstöðin með nýja heimasíðu

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs (MMF) hefur opnað nýja og aðgengilega heimasíðu á slóðinni http://mmf.egilsstadir.is Á vefsíðu MMF er að finna ýmsan fróðleik um miðstöðina, upplýsingar um hvað er á döfinni hverju sinni og fleira áhugavert, s.s. „Uppáhaldið“. Auk þess er þar að finna fjölda tengla á aðrar spennandi list- og hönnunartengdar heimasíður.

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að kíkja reglulega á heimasíðu MMF.