Matjurtagarðar til leigu

Í sumar mun Fljótsdalshérað bjóða upp á aðstöðu til matjurtaræktunar. Um er að ræða 25 m2 svæði sem hverju heimili stendur til boða. Garðarnir eru tilbúnir til notkunar og eru við Fóðurblönduna á Egilsstöðum. Leiga fyrir 25 m2 garð er kr. 1.000.  Áhugasamir geta haft samband með því að senda tölvupóst á  daguro@egilsstadir.is