Margt um að vera í félagsmiðstöðvunum

Út er komið fréttabréf félagsmiðstöðvanna á Fljótsdalshéraði. Afrek í Fellabæ og Ný-ung á Egilsstöðum taka á móti fjölda unglinga í hverri viku og geta áhugasamir fengið smjörþefinn af því sem þar gerist á síðum fréttabréfsins. Forstöðumaður félagsmiðstöðvanna er Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf. Hér má sjá fréttabréfið og fá upplýsingar um starf félagsmiðstöðvanna.

Ábendingar, fyrirspurnir eða umræðu um starfsemi félagsmiðstöðvanna má senda á eysteinn@egilsstadir.is