Málþing um Egilsstaðaflugvöll

Málþingið Ferðalag ferðamannsins og fisksins að austan verður haldið í Valaskjálf mánudaginn 6. maí klukkan 14:00 til 16:30. Á fundinum verður fjallað um tækifærin í Egilsstaðaflugvelli.

Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:

  • Opnunarávarp
  • Tengsl vöruþróunar og flugs - Arna Björg Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Óbyggðasetursins
  • Þróunin í kringum Akureyrarflugvöll - tækifæri og áskoranir - Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
  • Stóra myndin - Jóhannes Skúlason, framkvæmdastjóri SAF
  • Tækifærin og umhverfið í dag - Björn Ingi Knútsson, ráðgjafi í flugmálum
  • Möguleikar í fragtflugi með nýjum atvinnuvegum - Hilmar Gunnlaugsson, frumkvöðull og lögmaður

Pallborð
Í pallborðið bætast auk framsöguaðila, Óskar Jósefsson, Stjórnstöð ferðamála, Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður, Sigrún Jakobsdóttir, Isavia, María Hjálmarsdóttir, Austurbrú

Lokaorð – Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar

Fundarstjóri er Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs

Allir velkomnir – léttar veitingar í boði