Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands haustið 2019

Líkt og síðustu ár mun Ferðafélag Íslands standa fyrir lýðheilsugöngum á miðvikudögum í september. Er verkefnið unnið í samstarfi við sveitarfélög og ferðafélög um land allt.

Sem fyrr er það Ferðafélag Fljótsdalshéraðs sem skipuleggur göngurnar sem verða fjölskylduvænar og léttar. Er megintilgangur þeirra að hvetja til útivistar og skemmtilegrar hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu og lífsgæði þeirra sem taka þátt.

Hægt verður að lesa nánar um göngurnar á  Facebooksíðu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og er fólk hvatt til að taka þátt og drífa alla fjölskylduna með.